Benedikt XVI páfi bað í dag fyrir fórnarlömbum umferðaslysa og hvatti bílstjóra, farþega og gangandi vegfarendur til að vera alsgáðir og vakandi í umferðinni.
Páfi tilkynnti mannfjölda sem safnast hafði saman á Péturstorginu í Róm, að þriðji sunnudagur í nóvember yrði helgaður minningu þeirra sem látast í umferðinni og ástvinum þeirra.
Páfi sagði að allir vegfarendur þyrftu að sýna ábyrgð, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum vegfarendum. Páfi beindi bænum sínum að Maríu mey og bað hana að leiða vegfarendur um gjörvalla veröldina, heila heim.