Segir frið á Gasa rofinn

Ehud Olmert .
Ehud Olmert . Reuters

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði á ríkisstjórnarfundi í dag, að friðarsamkomulag við Hamassamtökin á Gasasvæðinu hefði verið rofinn og að hann hefði skipað öryggissveitum að útbúa áætlun um að koma Hamas frá völdum.

Olmert sagði, að Hamas og önnur hryðjuverkasamtök á Gasa bæru alla ábyrgð á ítrekuðum ofbeldisverkum í suðurhluta Ísraels og enginn gæti áfellst Ísraelsstjórn fyrir að grípa til aðgerða. 

Hamassamtökin hafa farið með völd á Gasa undanfarna 17 mánuði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert