Obama og McCain boða nýtt tímabil umbóta

Barack Obama ræðir við John McCain.
Barack Obama ræðir við John McCain. Reuters

Barack Obama, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, og John McCain, forsetaefni repúblikana, komu saman í kvöld í fyrsta skipti eftir kosningarnar fyrir hálfum mánuði og boðuðu „nýtt tímabil umbóta“ í bandarískum stjórnmálum.

Obama og McCain hvöttu demókrata og repúblikana til að láta af „hatrömmum flokkadráttum í Washington“ og taka höndum saman til að leysa erfið vandamál sem steðjuðu að Bandaríkjunum, meðal annars efnahagsvandann. Þeir boðuðu einnig samstarf í orku- og þjóðaröryggismálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert