Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF, segir nauðsynlegt að aðildarþjóðirnar auki fjárframlög til sjóðsins eigi hann að fara með stærra hlutverk í endurreisn fjarmálakerfis heimsins en hann gerir nú þegar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Segir hann stefna í að sjóðurinn þurfi á 100 milljarða dala aukafjárveitingu á næstu sex mánuðum.
„Fjöldi þjóða sem eiga í vandræðum hefur aukist mikið og þær leita til IMF eftir aðstoð. Við þurfum því á aukni fjármagni að halda ,” sagði hann. Þá hvatti hann til þess að þjóðir heims lækki stýrivexti og að opinber útgjöld verði aukin.
Í ályktun leiðtogafundar G20 ríkjanna sem lauk um helgina er fjallað um mikilvægi IMF í baráttunni við endurreisn fjármálakerfisins en Strauss-Kahn segir að til að sjóðurinn geti sinnt því hlutverki verði að styrkja hann enn frekar.
Andrew Walker, fréttaskýrandi BBC segir sjóðinn þó enn hafa yfir umtalsverðu fjármagni að ráða. Fyrir G20 fundinn hafi sjóðurinn haft 250 milljarða dollara til ráðstöfunar og að síðan hafi Japanar heitið 100 milljarða dollar framlagi til viðbótar.