Franskur áfrýjunardómstóll hefur hnekkt dómi dómi undirréttar, sem ógilti giftingu tveggja múslima á þeirri forsendu, að brúðurin hefði sagt ósatt um að hún væri óspjölluð mey.
Fólkið er nú aftur löglega gift en hjónin höfðu bæði sagt að þau vildu hlíta niðurstöðu undirréttar. Sá dómur olli talverðu uppnámi og reiði í röðum femínista, sem sögðu hann vera einskonar heilagt stríð gegn kvenfrelsi. Fyrirskipaði Rachida Dati, dómsmálaráðherra Frakklands, að málinu skyldi áfrýjað.
Lögmenn eiginmannsins fullyrtu hins vegar að dómurinn tengdist ekkert trúarbrögðum. Þeir sögðu að konan hefði brotið gegn hjónabandssáttmálanum og blekkt manninn til að giftast sér.
Samkvæmt frönskum lögum er hægt að ógilda hjónaband ef annar makinn hefur sagt ósatt um grundvallaratriði sambandsins.
Að sögn franskra fjölmiðla giftist maðurinn, sem er verkfræðingur á fertugsaldri, konunni, sem er hjúkrunarnemi, sumarið 2006. Konan fullyrti að hún hefði aldrei átt í sambandi við karlmann áður.