Jómfrúrdómur ógildur

Fransk­ur áfrýj­un­ar­dóm­stóll hef­ur hnekkt dómi dómi und­ir­rétt­ar, sem ógilti gift­ingu tveggja múslima á þeirri for­sendu, að brúðurin hefði sagt ósatt um að hún væri óspjölluð mey.

Fólkið er nú aft­ur lög­lega gift en hjón­in höfðu bæði sagt að þau vildu hlíta niður­stöðu und­ir­rétt­ar.  Sá dóm­ur olli tal­verðu upp­námi og reiði í röðum femín­ista, sem sögðu hann vera einskon­ar heil­agt stríð gegn kven­frelsi. Fyr­ir­skipaði Rachida Dati, dóms­málaráðherra Frakk­lands,  að mál­inu skyldi áfrýjað. 

Lög­menn eig­in­manns­ins full­yrtu hins veg­ar að dóm­ur­inn tengd­ist ekk­ert trú­ar­brögðum. Þeir sögðu að kon­an hefði brotið gegn hjóna­bands­sátt­mál­an­um og blekkt mann­inn til að gift­ast sér.

Sam­kvæmt frönsk­um lög­um er hægt að ógilda hjóna­band ef ann­ar mak­inn hef­ur sagt ósatt um grund­vall­ar­atriði sam­bands­ins. 

Að sögn franskra fjöl­miðla gift­ist maður­inn, sem er verk­fræðing­ur á fer­tugs­aldri, kon­unni, sem er hjúkr­un­ar­nemi, sum­arið 2006. Kon­an full­yrti að hún hefði aldrei átt í sam­bandi við karl­mann áður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert