Lifa rúmum 14 árum lengur

Maður á gangi í kirkjugarði í Tallinn. Eistlendingar lifa að …
Maður á gangi í kirkjugarði í Tallinn. Eistlendingar lifa að meðaltali rúmum 14 árum skemur en Danir. Reuters

Íbúar ríkustu aðildarríkja Evrópusambandsins lifa allt að 14 árum lengur við góða heilsu en íbúar ESB-ríkjanna, sem bættust í hópinn á nýársdag 2004, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem skýrt var frá í dag. Lengst er meðalævin í Danmörku eða 73,6 ár, en styst í Eistlandi, aðeins 59 ár.

Mikill munur er á lífslíkum fólks eftir efnahag ríkjanna. Meðal ævilengd karla í Lettlandi (71,3 ár) er þannig 9,1 árum styttri en á Ítalíu (80,4 ár).

Munurinn er minni hjá konunum. Þar er mestur munur á ævilengd 6,1 ár. Konur í Lettlandi lifa styst, eða í 79,3 ár, franskar konur lengst, eða í 85,4 ár.

Í könnunni kemur fram að þau ESB-ríki þar sem „heilbrigðu árin“ eru að meðaltali fæst, það er þau ár eftir fimmtugt þar sem heilsubrestur dregur ekki úr lífsgæðum, eiga í erfiðleikum með að standa straum af heilbrigðisútgjöldum.

Segir þar einnig að umrædd ríki muni eiga í erfiðleikum með að ná því markmiði fyrir 2010 að helmingur fólks á aldrinum 55 til 64 ára séu í fullri vinnu.

Lífslíkur Evrópubúa hafa aukist jafnt og þétt og voru komnar í 78,6 ár fyrir karla sem stóðu á fimmtugu árið 2005. Konurnar gátu þá vænst að lifa lengur, eða að meðaltali í 83,5 ár.

Hópur rannsakenda, undir forystu Carol Jagger, við háskólann í Leicester á Bretlandi, bar saman tölfræði um heilbrigði þegnanna.

Fundur þeir út að fimmtugur karl á Ítalíu, Hollandi, Svíþjóð og Möltu geti vænst þess að lifa langt fram eftir sjötugt án þess að verða fyrir fötlun eða röskun á starfsgetu af einhverju tagi, eða tíu árum lengur miðað við karla í Ungverjalandi, Lettlandi, Slóvakíu og Litháen.

Ekki var tekið tillit til heilsufars Búlagara og Rúmena, en þeir gengu sem kunnugt er í sambandið á nýársdag 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert