Enn einu skipinu rænt

Olíuskipið Sirius Star, sem rænt var á Indlandshafi í gær.
Olíuskipið Sirius Star, sem rænt var á Indlandshafi í gær.

Sjóræningjar rændu í dag flutningaskipi frá Hong Kong þar sem það var á siglingu á Adenflóa undan strönd Jemen. Fyrir sólarhring var olíuskipi frá Sádi-Arabíu rænt á svipuðum slóðum og því siglt til Sómalíu. Farmur olíuskipsins er metinn á 100 milljónir dala. jafnvirði um 14 milljarða króna.

Kínverska fréttastofan Xinhua hafði eftir kínversku sjóbjörgunarmiðstöðinni, að skipi, sem var á leið með hveitifarm til Írans, hefði verið rænt í dag.  Ekki er vitað hvort ræningjarnir eru frá Sómalíu.

Mikið hefur verið um sjórán á þessum slóðum að undanförnu. Sjóræningjarnir eru á ferð á „móðurskipum" en sigla yfirleitt þungvopnaðir á hraðbátum upp að flutningaskipum og skjóta úr byssum eða varpa jafnvel handsprengjum til að stöðva þau.

Flestir hafa sjóræningjarnir bækistöðvar í Sómalíu en þar ríkir upplausnarástand eftir nærri tveggja áratuga borgarastríð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert