Tveir ungir karlar á Nýja-Sjálandi voru í dag dæmdir fyrir morð á þriggja ára gamalli stúlku. Morðið hefur vakið gífurlega reiði á Nýja-Sjálandi en mennirnir misþyrmdu stúlkunni svo mánuðum skipti.
Sýndu þeir barninu mikla grimmd og létu það meðal annars hringsnúast í þurrkarra, ásamt því að beita hans líkamsmeiðingum með brögðum sem þeir lærðu í tölvuleik.
Harmleikurinn afhjúpaði mikla vanrækslu af hálfu fjölskyldu stúlkunnar og var móðir hennar dæmd fyrir morð fyrir að hafa láðst að tryggja öryggi dóttur sinnar.
Lögfræðingurinn Judith Potter grét við réttinn þegar hún þakkaði kviðdóminum eftir að niðurstaðan lá fyrir.
Sögðu viðstaddir að dómararnir hefðu einnig verið mjög slegnir eftir málsmeðferðina.
Stúlkan, Nia Glassie, lést á sjúkrahúsi þann 3. ágúst sl. af völdum áverka á heila, sem mennirnir, Wiremu Curtis, 19 ára, og Michael Curtis, 22 ára, ollu með banvænum spörkum í höfuð hennar.
Móðir stúlkunnar, Lisa Kuka, sem er 35 ára, átti í ástarsambandi við Wiremu Curtis og deildu þau húsnæði sínu með Michael ásamt öðrum.
Mennirnir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi en á Nýja-Sjálandi er algengt að fangar sem hljóti slíkan dóm sitji 10 ár í fangelsi.
Móðir stúlkunnar hlaut 10 ára dóm.