Fyrsti þeldökki dómsmálaráðherra Bandaríkjanna?

00:00
00:00

Barack Obama, verðandi for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur til­nefnt lög­mann­inn Eric Holder í embætti dóms­málaráðherra, að sögn banda­rískra fjöl­miðla í kvöld. Staðfesti öld­unga­deild þings­ins til­nefn­ing­una verður Holder fyrsti þeldökki dóms­málaráðherra lands­ins.

Holder hef­ur þegið boð Obama um að verða dóms­málaráðherra, að sögn viku­blaðsins Newsweek og NBC-sjón­varps­ins. Lík­legt er að Obama til­kynni þetta ekki form­lega fyrr en hann hef­ur valið fjár­málaráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra, að sögn Newsweek.

Holder er 57 ára og nam við Col­umb­ia-há­skóla í New York eins og Obama. Hann hef­ur starfað hjá lög­manna­stofu í Washingt­on. Hann var áður sak­sókn­ari í höfuðborg­inni og Bill Cl­int­on, þáver­andi for­seti, skipaði hann aðstoðardóms­málaráðherra árið 1997.

Frétta­skýrend­ur segja, að Holder sé kjör­inn í starfið vegna reynslu sinn­ar og hann sé einnig tákn­rænn kost­ur þar sem hann sé Banda­ríkjamaður af afr­ísk­um ætt­um líkt og Obama. Holder tók einnig virk­an þátt í kosn­inga­bar­áttu Obama.

Holder var, ásamt Carol­ine Kenn­e­dy, formaður nefnd­ar sem hafði um­sjón með vali á vara­for­seta­efni Obama.

Nú­ver­andi dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna er Michael Mukasey en þeir Al­berto Gonza­lez og John Ashcroft hafa einnig gegnt embætt­inu í for­setatíð Geor­ge W. Bush. Ashcroft sagði af sér þegar fyrra kjör­tíma­bili Bush lauk en Gonza­lez sagði af sér 2007 vegna deilna um upp­sagn­ir nokk­urra sak­sókn­ara. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert