Serbía fær lán frá IMF

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur samþykkt að veita Serbíu lán að andvirði 518 milljóna dollara vegna fjármálakreppunnar í heiminum. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri sjóðsins, skýrði frá þessu í kvöld.

Strauss-Kahn sagði að samningurinn við Serbíu gilti í 15 mánuði og landið gæti fengið féð á þeim tíma ef serbnesk stjórnvöld teldu þörf á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert