Fer niðrandi orðum um Obama

Al-Qaeda-liðar eru ekki hrifnir af Barack Obama.
Al-Qaeda-liðar eru ekki hrifnir af Barack Obama. Reuters

Ayman al-Zawahri, næstráðandi í al-Qaeda hryðjuverkanetinu, gerir lítið úr Barack Obama, verðandi forseta Bandaríkjanna, í nýju ávarpi. Fer al-Zawahri niðrandi orðum um hörundslit Obamas sem hann segir ganga erinda hvítra.

Al-Zawahri lætur þessi orð falla í upptöku sem birt er á vefsíðu á vegum samtakanna, þar sem hann segir Obama fullkomna andstæðu „heiðvirðra blökkumanna, á borð við Malcolm X“.

Þá segir hann að sú ætlun Obamas að flytja hersveitir til Afganistans sé dæmd til að mistakast, þar sem Afganar muni berjast á móti þeim.

Ummælin eru þau fyrstu sem hátt settur al-Qaeda-liði lætur falla um sigur Obamas í forsetakosningunum.

Með upptökunni fylgja myndir af al-Zawahri, blökkumannaleiðtoganum Malcolm X að biðja og af Obama með hátt settum gyðingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert