Patricia Wolff, framkvæmdastjóri hjálparsamtakanna Meds & Food for Kids, segir fátæktina á Haítí vera svo mikla að mæður bíði með að nefna nýfædd börn sín og velji jafnvel á milli barna sinna, hvert þeirra eigi að fá mat. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
„Það er hræðilegt. Þær þurfa að velja á milli bana sinna,” segir hún. „Þær reyna að halda í þeim lífinu með því að gefa þeim að borða en stundum taka þær ákvarðanir um að þær verði að fórna einu þeirra.”
Wolff segir þjóðir heims hafa það í hendi sér að binda enda á hungur í heiminum. „Það vantar bara viljann til þess,” segir hún. „Lítiði bara á hvað gert var fyrir Wall Street. Við höfðum ekki efni á skólum en allt í einu áttum við alla þessa peninga handa Wall Street."