Ísraelsstjórn harðlega gagnrýnd

Frá útför vígamanns á Gaza fyrir skömmu.
Frá útför vígamanns á Gaza fyrir skömmu. AP

Forsvarsmenn nokkurra útbreiddustu fjölmiðla heims hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem Ísraelsstjórn er harðlega gagnrýnd fyrir að meina fjölmiðlafólki aðgang að Gazasvæðinu á síðustu tveimur vikum.

Gagnrýnin er hluti af sífellt háværari mótmælum vegna þeirrar ákvörðunar Ísraelsstjórnar að loka fyrir aðgang að Gaza eftir að fimm mánaða vopnahlé rann út í sandinn fyrir tveimur vikum síðan.

Hafa palestínskir vígamenn síðan skotið fjölda flugskeyta til Ísraels og Ísraelsher svarað í sömu mynt með loftárásum.

Þeir sem skrifuðu undir bréfið eru Tom Curley, forseti Associated Press (AP), David Schlesinger, yfirritstjóri Reuters,  Bill Keller, einn ritstjóra New York Times, David Westin, forseti ABC News, Helen Boaden, fréttaritstjóri BBC News, auk yfirmanna hjá CNN, kanadísku sjónvarpsstöðinni CTV, þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF og fréttastofunni Agence France Presse (AFP).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert