Hitler hafði eitt eista

Adolf Hitler, foringi nasista.
Adolf Hitler, foringi nasista.

Adolf Hitler, leiðtogi nasista og Þriðja ríkisins, missti annað eistað í orrustunni um Somme árið 1916, að því er kemur fram í nýbirtum gögnum. 

Orðrómur hefur verið um þennan þátt í heilsufari „foringjans“, eins og Hitler vildi láta kalla sig, og var sá brandari algengur í Bretlandi á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar að annað eista hans væri í Albert Hall.

"Hitler has only got one ball, the other is in the Albert Hall," hljómaði skrítlan, sem gripið var til andspænis ógnarmætti nasista.

Var hún samin af útgefanda sem falið var að semja áróður gegn stríðsvél Þjóðverja.

Þetta kemur fram í nýbirtu skjali þar sem vikið er að samtali á sjöunda áratugnum á milli herlæknisins Johan Jambor og prestsins hans, Franciszek Pawlar.

Breska götublaðið The Sun greinir frá þessu, en þar kemur fram að skjalið hafi nú litið dagsins ljós 23 árum eftir andlát Jambors.

Blassius Hanczuch, vinur Jambors, sagði lækninn síðar hafa álásað sér fyrir að bjarga lífi Hitlers, að því er fram kemur í dagblaðinu The Telegraph.

Vísaði Jambor til Hitlers sem „öskrarans“, enda hafi kvalarópin heyrst langar leiðir þar sem hann lág á sjúkrabörunum í Somme og spurði „Mun ég geta eignast börn?“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka