Islandsferder hættir við fjölda ferða

Fyrirtækið Islandsferder AS, sem sérhæfir sig í því að skipuleggja ferðir til Íslands fyrir fyrirtæki og einstaklinga, hafi hætt við öll fyrirhuguð flug frá Álasundi, Tromsø, Björvin, Stafangri, Kristiansand og Þrándheim til Íslands. Hins vegar verður flogið til Íslands frá Ósló líkt og fyrirhugað var.

Fram kemur á vef norska ferðatryggingasjóðsins að þeir sem vilji fá endurgreiðslu geti haft samband við fyrirtækið með því að senda því tölvupóst. Þar segir jafnframt að ef fyrirtækið geti ekki endurgreitt þeim sem hafa keypt ferð til Íslands muni ferðatryggingasjóðurinn taka mál viðkomandi kaupenda til skoðunar.

Á heimasíðu Islandsferder AS er tekið fram að sökum anna séu símarnir lokaðir, og því er beint til viðskiptavina og annarra að senda fyrirspurnir í tölvupósti.

Heimasíða Islandsferder AS.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert