Clinton færist nær útnefningu

Hillary Clinton og Barack Obama saman á kosningafundi.
Hillary Clinton og Barack Obama saman á kosningafundi. Reuters

Hillary Clinton færist nær útnefningu í embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að því er haft er eftir aðstoðarmönnum Baracks Obamas, nýkjörins forseta Bandaríkjanna.

Þetta kemur fram á vef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN, þar sem vitnað er til þriggja aðstoðarmanna forsetans verðandi um að greint verði frá útnefningunni eftir Þakkargjörðarhátíðina sem nú fer senn í hönd.

Þá mun Obama hafa leitað ráða um utanríkismál til repúblikanans Brent Scowcroft, nokkuð sem hann hafi gert fyrir forsetakosningarnar 4. nóvember sl.

Lét Scowcroft þau orð nýlega falla í viðtalsþætti Fareed Zakaria á CNN að hann teldi það mundu verða viturlega ráðstöfun að halda Robert Gates áfram í embætti varnarmálaráðherra.

Það væri til vitnis um þann ásetning Obamas að byggja brýr á milli andstæðra fylkinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert