Fagnar eigin stjórnarfari

George W. Bush Bandaríkjaforseti tekur þátt í fundum Asíu- og …
George W. Bush Bandaríkjaforseti tekur þátt í fundum Asíu- og Kyrrahafsríkja í Líma. Reuters

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna fagnaði í dag eigin stjórnarfari og sagði hana stjórn sem stuðlaði að lýðræði og frjálsum viðskiptum. Hann hafnaði alfarið þeirri gagnrýni að átta ára stjórnartíð hans hefði á nokkurn hátt styrkt andstæðinga Bandaríkjanna.  

„Ég hef unnið mikið á mörgum vígstöðvum,“ sagði Bush í viðtali við America TV sjónvarpsstöðina í Perú. „Ég hef gefið allt sem ég get.“

Bush er nú staddur í höfuðborg Perú Líma þar sem hann tekur þátt í tveggja daga fundi Asíu- og Kyrrahafsríkja. Búast má við að heimskreppan setja sterkan svip á fundinn og hafa ýmsir áhyggjur af því að Barack Obama, næsti forseti Bandaríkjanna, verði hlynntari verndartollum en Bush.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka