Fagnar eigin stjórnarfari

George W. Bush Bandaríkjaforseti tekur þátt í fundum Asíu- og …
George W. Bush Bandaríkjaforseti tekur þátt í fundum Asíu- og Kyrrahafsríkja í Líma. Reuters

Geor­ge W. Bush, for­seti Banda­ríkj­anna fagnaði í dag eig­in stjórn­ar­fari og sagði hana stjórn sem stuðlaði að lýðræði og frjáls­um viðskipt­um. Hann hafnaði al­farið þeirri gagn­rýni að átta ára stjórn­artíð hans hefði á nokk­urn hátt styrkt and­stæðinga Banda­ríkj­anna.  

„Ég hef unnið mikið á mörg­um víg­stöðvum,“ sagði Bush í viðtali við America TV sjón­varps­stöðina í Perú. „Ég hef gefið allt sem ég get.“

Bush er nú stadd­ur í höfuðborg Perú Líma þar sem hann tek­ur þátt í tveggja daga fundi Asíu- og Kyrra­hafs­ríkja. Bú­ast má við að heimskrepp­an setja sterk­an svip á fund­inn og hafa ýms­ir áhyggj­ur af því að Barack Obama, næsti for­seti Banda­ríkj­anna, verði hlynnt­ari vernd­artoll­um en Bush.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert