Danski stjórnmálamaðurinn Naser Khader hefur verið kærður til lögreglu eftir að hafa hótað manni sem móðgaði móður hans, en Khader er formaður flokksins Frjálslynda bandalagsins.
Var það á umræðufundi um íslam og aðskilnaðarstefnu sl. þriðjudag sem Khader hótaði manninum. Tók Khader þar þátt í pallborðsumræðum að því er segir á vef Politiken og fjallaði meðal annars um viðbrögð Miðausturlandaríkja við skopteikningunum af Múhammeð spámanni.
Maðurinn sagði við Knader á fundinum: „Naser, þú talar um málfrelsi og að maður þurfi að sætta sig við að vera hafður að háði og spotti og gerður að aðhlátursefni. Skilaðu því kveðju til móður þinnar og segðu henni að hún sé góð í munnmökum.“ Reis Khader í kjölfarið á fætur og gekk í átt til mannsins og sagði „Ég ætla að lemja þig.“
Í skýrslu mannsins segir að Khader hafi því næst kallað hann homma og hafi lífverðir Khader komið í veg fyrir að hann réðist á manninn, sem því næst var rekinn af fundinum.
Khader sjálfur kveðst hafa litlar áhyggjur af ákærunni.