Kannabis kaffihúsum lokað í Amsterdam

Fjölmörg kannabis kaffihús eru í Amsterdam.
Fjölmörg kannabis kaffihús eru í Amsterdam. Morgunblaðið/ Brynjar Gauti

Borgaryfirvöldum í Amsterdam hefur verið skipað að loka tugum kaffihúsa sem selja kannabis efni.  Samkvæmt nýjum lögum er óheimilt að selja fíkniefnið í nágrenni skóla og skal kaffihúsunum því lokað.

Joe Cohen, borgarstjóri Amsterdam, sagði  í viðtali við útvarpsstöðina  NOS að þó hann hefði aldrei sjálfur gripið til slíkra úrræða myndi hann virða lögin og láta loka kaffihúsunum 43. Samkvæmt nýju löggjöfinni er skal loka öllum kannabis kaffihúsum sem eru staðsett innan við 250 metra frá skólum.

Borgarstjórnin í Amsterdam hyggst þó einungis loka kaffihúsum í nágrenni skóla þar sem eru börn yfir tólf ára aldri og fullyrða að kannabisneysla sé gott sem óþekkt í skólum yngri nemenda.

Um 228 kannabis kaffihús eru nú í Amsterdam og eru mörg þeirra vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert