Kroppurinn skal ekki gegnumlýstur

Á Heathrow-flugvelli hafa verið gerðar tilraunir með líkamsskanna.
Á Heathrow-flugvelli hafa verið gerðar tilraunir með líkamsskanna. AP

Evrópskir flugfarþegar sleppa við að vera „afklæddir“ á leið sinni í gegnum öryggiseftirlit flugstöðva í álfunni - alla vegna alveg í næstu framtíð.

Hugmyndir um að heimila svo kallaða líkamsskanna í evrópskum flugstöðvum hafa mætti mikilli andstöðu á Evrópuþinginu í Brussel. Veita slíkri skannar mjög nána mynd af fatalausum líkama farþegans og er hugmyndin sú að slíkir skannar geti hindrað hryðjuverkamenn í að smygla vopnum eða sprengiefni um borð í flugvélar. Segir danska dagblaðið Berlingske Tidende  tilraunir hafa verið gerðar með slíka skanna bæði á Heathrow-flugvelli og eins í Amsterdam.

Fabio Birotta, yfirmaður samgöngumála hjá Evrópusambandinu, segir hins vegar ekki vera pólitíska samstöðu fyrir því að innleiða líkamsskannann á næstunni. Evrópuþingið hafi einfaldlega hótað að synja enn stærri áætlun í baráttunni gegn hryðjuverkum, yrði skanninn heimilaður.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert