Spá miklum hörmungum

Höfundar skýrslunnar sjá fyrir sér miklar hörmungar á Manhattan í …
Höfundar skýrslunnar sjá fyrir sér miklar hörmungar á Manhattan í New York af völdum lotfslagsbreytinga. Reuters

Brugðið er upp drama­tískri framtíðar­sýn í nýrri skýrslu stofn­un­ar­inn­ar Nati­onal In­telli­gence Council (NIC) um horf­ur á alþjóðavett­vangi fram til árs­ins 2025. Varað er ein­dregið við af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga.

Eins og komið hef­ur fram á mbl.is þá er skýrsl­an lögð fram á fjög­urra fresti í aðdrag­anda nýrr­ar for­setatíðar í Banda­ríkj­un­um.  

Meðal þess sem þar er að finna er ímynduð dag­bókar­færsla Banda­ríkja­for­seta þann 1. októ­ber 2020, þar sem gíf­ur­lega öfl­ug­ur felli­byl­ur, sem á ræt­ur í breyttu lofts­lagi, ríður yfir yfir Man­hatt­an í New York á sama tíma og þar fer fram Alls­herj­arþing Sam­einuðu þjóðanna.

„Ætli við hefðum ekki mátt eiga vona á þessu,“ seg­ir í text­an­um, sem sæt­ir tíðind­um fyr­ir þá sök að hann kann að valda straum­hvörf­um í því hvernig breyt­ing­ar á lofts­lagi eru tekn­ar inn í ör­ygg­is­mat þessa valda­mesta rík­is heims.

„Sum­ar frétt­irn­ar minntu á frétta­flutn­ing frá síðari heims­styrj­öld­inni, nema hvað vett­vang­ur­inn nú var New York, ekki Evr­ópa. Mynd­ir af banda­rísk­um flug­móðuskip­um og flutn­inga­skip­um að flytja þúsund­ir manna frá svæðinu í aðdrag­anda felli­byls­ins eru mér enn efst í huga.“

Þau orð eru jafn­framt lögð í munn hins ímyndaða for­seta að sam­an­lögð áhrif sjúk­dóma, bráðnun­ar sífrer­ans (sem leiðir af sér mikla met­an­los­un), minni land­búnaðarfram­leiðslu og auk­ins heil­brigðis­vanda (svo sem vegna út­breiðslu hita­belt­is­sjúk­dóma) séu mun al­var­legri en ráðgert var fyr­ir tveim­ur ára­tug­um.

Fyr­ir nokkr­um miss­er­um spáði Sir Nicolas Stern því í skýrslu sem hann hafði frum­kvæði að fyr­ir bresku stjórn­ina að tjónið af völd­um lofts­lags­breyt­inga kynni að verða meira en af völd­um heims­styrj­ald­anna tveggja sam­an­lagt.

Þótti mörg­um þá hann taka held­ur djúpt í ár­inni.

Nálg­ast má skýrsl­una hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert