Hópur vopnaðra íslamista leitaði sjóræningja og sádi arabíska olíuflutningaskipsins Sirius Star í Haradheere á strönd Sólmalíu í morgun eftir að fréttir bárust af því að sjóræningjar hygðust landa skipinu þar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Skipinu var rænt úti fyrir strönd Kenýa á laugardag en um borð er olíufarmur sem metinn er á andvirði rúmlega fjórtán milljarða íslenskra króna.
Mikið hefur verið um sjórán úti fyrir ströndum Sómalíu á undanförnum mánuðum og hafa leiðtogar íslamista í landinu heitið því að binda enda á sjóránin komist þeir til valda.
Hermenn frá Eþíópíu hröktu stjórn íslamista frá völdum í landinu árið 2007.