45 ár liðin frá morðinu á Kennedy

Jacqueline Kennedy heldur um John F. Kennedy, eiginmann sinn, skömmu …
Jacqueline Kennedy heldur um John F. Kennedy, eiginmann sinn, skömmu eftir að hann var skotinn í Dallas. AP

Rétt 45 ár eru í dag liðin frá því John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur í Dallas í Texas. Þótt niðurstöður opinberra  bandarískra rannsókna séu, að Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann og verið einn að verki hafa margar samsæriskenningar orðið til. Síðustu opinberu skjölin um málið verða birt árið 2017.

Margir telja, að bandaríska mafían hafi skipulagt morðið á Kennedy. Aðrir telja að stjórn Fídels Kastró á Kúbu hafi verið að verki og árið 2006 var fullyrt í þýskri heimildarmenn, að Oswald hefði myrt Kennedy samkvæmt fyrirmælum frá leyniþjónustu Kúbu.

Ekki var hægt að yfirheyra Oswald því, næturklúbbseigandinn Jack Ruby skaut hann til bana tveim dögum eftir forsetamorðið. Aldrei fengust trúverðugar skýringar á því hvað Ruby gekk til. 

Umfjöllun Wikipedia um samsæriskenningarnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert