Vilja að ESB geri árás

Sjóræningjar huga að bátum sínum við borgina Eyl í norðanverðri …
Sjóræningjar huga að bátum sínum við borgina Eyl í norðanverðri Sómalíu. Reuters

Talsmaður Sambands evrópskra skipaútgerða, Alfons Guinier, segir að ESB þurfi að bregðast við því að mörg fyrirtæki í greininni hyggist feta í fótspor AP Möller-Mærsk og láta sum skip sín framvegis sigla suður fyrir Afríku í stað þess að nota Súesskurðinn. Er ástæðan sjórán við strönd Sómalíu.

 Að sögn The Guardian vill Guinier að ESB grípi til öflugra aðgerða gegn sjóræningjunum sem tóku í vikunni stórt olíuskip og færðu til hafnar á svæði sínu. Krefjast þeir lausnargjalds fyrir skip og áhöfn. Guinier segir ekki nóg að veita skipunum herskipafylgd heldur verði að ráðast gegn sjóræningjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka