2009 erfitt ár í Þýskalandi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útlitið svart í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útlitið svart í efnahagsmálum þjóðarinnar. Reuters

Þýska samsteypustjórnin varaði í dag við því að útlitið í efnahagsmálum landsins væri slæmt fyrir 2009. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi á næsta ári og eru flokkarnir sem nú sitja við völd allt annað en sammála um hvernig sé best að að takast á við efnahagskreppuna.   

„Við verðum að búast við því að næsta ár verði ár slæmra frétta, að minnsta kosti fyrstu mánuðina,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands í viðtali við dagblaðið "Welt am Sonntag.

Sífellt erfiðara yrði að spá fyrir um stöðu efnahagsmála í Þýskalandi, sem og á heimsvísu. „Við höfum náð að koma jafnvægi á fjármálamarkaðina,“ sagði Merkel og bætti við að enn skorti þó á traust og að viðskipti með millbankalán yrðu að hefjast á ný.

Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt að hún ætli að dæla 32 milljörðum evra inn í  þýskt  efnahagslífið á næstu tveimur árum. Ekki eru þó allir fjármálaspekúlantar sannfærðir um að það muni reynast nóg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert