Aukinn stuðningur við útflutningsfyrirtæki

Norðmenn hyggjast veita útflutningsfyrirtækjum sínum aukna aðstoð.
Norðmenn hyggjast veita útflutningsfyrirtækjum sínum aukna aðstoð. Reuters

Stjórnvöld í Noregi tilkynntu í dag að þau hygðust leggja 60 milljarða norskra króna, eða um 1200 milljarða íslenskra króna, til viðbótar til stofnunar sem annast ríkisábyrgðir fyrir útflutningsfyrirtæki. En með þessu móti vilja þau draga úr áhrifum alþjóðafjármálakreppunnar á norsk fyrirtæki.

Ætlar norska stjórnin að hækka sjóði Garanti-instituttet for eksportkreditt, eða GIEK,  úr 50 milljörðum n.kr. upp í 110 milljarða n.kr. Er það hlutverk GIEK að tryggja norsk fyrirtæki gegn tapi í útflutningsviðskiptum, með því að taka að sér hlutverk ábyrgðaraðila á lánum.

„Þetta er ein margra leiða sem ríkisstjórnin leitar til að mæta áföllum alþjóðafjármálamarkaðarins,“ sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs í yfirlýsingu sinni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert