Burt með krossana

Trúarleg tákn eiga ekki heima í skólastofum skv. spænskum dómi.
Trúarleg tákn eiga ekki heima í skólastofum skv. spænskum dómi.

Dómari á Spáni úrskurðaði í dag að allir krossar skuli fjarlægðir úr  ríkisreknum skóla.  Dómarinn, sem er í borginni Valladolid á Norður Spáni, var að bregðast við beiðni foreldra og veraldlegra samtaka í borginni um að spænska stjórnarskráin tryggði trúarfrelsi, sem og veraldlegan og hlutlausan grunn spænska ríkisins.

Skipaði dómarinn Alejandro Valentin, Macias Picavea skólanum að fjarlægja öll trúartákn úr kennslustofum og almennum rýmum.

„Vera þessara tákna á svæðum ... þar sem að verið er að mennta ungmenni getur alið á þeirri hugmynd að ríkið standi nær kaþólskum trúarbrögðum en öðrum, sagði í úrskurði dómarans.

Er þetta í fyrsta skipti sem spænskur dómstóll hefur fellt slíkan úrskurð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert