Darling sagður íhuga hátekjuskatt

Alistair Darling með skýrslu um fjárlög, sem hann mun kynna …
Alistair Darling með skýrslu um fjárlög, sem hann mun kynna í breska þinginu á morgun. Reuters

Breska sjónvarpsstöðin Sky segir að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sé að íhuga að leggja fram tillögu um nýjan hátekjuskatt, 45% skattþrep á tekjur yfir 150 þúsund pund á ári, jafnvirði rúmlega 30 milljóna króna.

Bresk dagblöð sögðu í morgun, að verið væri að skoða hvort lækka ætti virðisaukaskatt í Bretlandi úr 17,5% í 15% til að örva efnahagslífið þar í landi. Hátekjuskattinum væri þá ætlað að bæta ríkissjóði upp tekjutapið.

Darling mun kynna skýrslu um framkvæmd fjárlaga í breska þinginu á morgun og er talið að hann kunni að skýra frá áformum sínum þar. Sky segir að ekki sé gert ráð fyrir að hugsanlegur hátekjuskattur kæmi til framkvæmda fyrr en eftir næstu þingkosningar þar sem Verkamannaflokkurinn hefur heitið því að hækka ekki tekjuskattþrepið, sem nú er 40%, á yfirstandandi kjörtímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert