Verið er að skoða hvort lækka eigi virðisaukaskatt í Bretlandi til að örva efnahagslíf þar í landi. Talið er að Alistair Darling, fjármálaráðherra, kunni að tilkynna um þetta þegar hann flytur ræðu um fjárlög á breska þinginu.
Breskur virðisaukaskattur er nú 17,5% en bresk blöð hafa í dag eftir embættismönnum, að verið sé að skoða að lækka skatthlutfallið í 15%.