Ræði aðild Noregs að ESB

Erna Solberg, formaður Hægriflokksins í Noregi.
Erna Solberg, formaður Hægriflokksins í Noregi. mbl.is

Leiðtogi Hægriflokksins í Noregi, Erna Solberg, segir að engu skipti hverjir verði við stjórnvölinn 2009-2013, hefja verði umræður um aðild landsins að Evrópusambandinu. Íslendingar hyggist bjarga sér úr sínum vanda með inngöngu og þá verði EES-samningurinn búinn að vera.

 Solberg gagnrýndi á flokkstjórnarfundi í dag að í stjórnarsáttmála samsteypustjórnar Jens Stoltenbergs sé ákvæði um að ekki skuli ræða ESB-málin. Norðmenn hafa tvisvar fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu aðild að sambandinu, síðast 1994.

Solberg segir í viðtali við Aftenposten að sjómenn í Noregi, sem eru margir andvígir ESB-aðild, eigi að geta séð hvað aðstæður breytist mikið ef Ísland fái aðild.

,,Sjómenn sem semja núna við Íslendinga hljóta að gera sér grein fyrir því að staðan verður önnur ef Ísland setur fram kröfur gagnvart Noregi og hefur ESB að bakhjarli. Auk þess tel ég að sjávarútvegsstefna ESB sé betri en hún var 1994," segir Solberg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka