Þrír Þjóðverjar í gæslu í Kosovo

Mótmælaaðgerðir í Pristina í síðustu viku.
Mótmælaaðgerðir í Pristina í síðustu viku. Reuters

Dómstóll í Pristina í Kosovo hefur úrskurðað þrjá Þjóðverja í mánaðar gæsluvarðhald vegna sprengjuárásar, sem gerð var á skrifstofu sendimanns Evrópusambandsins í borginni. Fjölmiðlar bæði í Kosovo og Þýskalandi hafa sagt að þremenningarnir séu starfsmenn þýsku leyniþjónustunnar en talsmaður hennar neitar að tjá sig um þær fréttir.

Þjóðverjarnir þrír voru handteknir eftir að sprengju var kastað á höfuðstöðvar  Peter Feith, sérlegs sendimanns Evrópusambandsins í Kosovo, þann 14. nóvember. Engan sakaði í sprengingunni en gluggarúður brotnuðu í húsinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka