Bandamenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, unnu meirihluta í sveitarstjórnarkosningum landsins. Andstæðingar Chavez unnu þó mikilvægan sigur með því að ná til sín borgarstjóraembættinu í höfuðborginni Karakas og tveimur öðrum þéttbýlum fylkjum.
Chavez hefur túlkað niðurstöður kosninganna sem sigur og merki til hans frá þjóðinni að hann skuli halda áfram sama veg. Bandamenn Chavez náðu meirihluta í 17 af 22 fylkjum landsins.
Chavez hefur í hyggju að breyta stjórnarskrá landsins, nokkuð sem myndi færa honum enn meiri völd, ýta efnahaginum lengra í átt til sósíalisma. Slíkum breytingum var hafnað af kjósendum á síðasta ári.