Hörð mótmæli í Taílandi

Frá mótmælunum í morgun.
Frá mótmælunum í morgun. STRINGER/THAILAND

Fresta varð þingfundi í taílenska þinginu í morgun þar sem þingmenn komust ekki inn í þinghúsið. Þúsundir mótmælenda höfðu umkringt þinghúsið með kröfu um að ríkisstjórnin léti af völdum.

Mótmælendur hafa haft bækistöð við þinghúsið um þriggja mánaða skeið og vildu í morgun koma í veg fyrir að þingmenn ræddu um frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Mótmælendur segja núverandi ríkisstjórn í raun stýrt af fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Thaksin Shinawatra, sem hefur verið í útlegð frá árinu 2006 og hefur verið ákærður um spillingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert