Obama tilkynni ráðgjafa í dag

Barack Obama
Barack Obama Reuters

Bú­ist er við að Barack Obama til­kynni í dag um skip­an manna í fjár­málat­eymi Hvíta húss­ins en boðað hef­ur verið til blaðamanna­fund­ar í dag. Teym­is­ins bíður það erfiða hlut­verk að snúa við ört hnign­andi fjár­mála­lífi lands­ins. 

Talið er að Obama til­kynni í dag um út­nefn­ingu Timot­hy Geit­hner, banka­stjóra New Yorkúti­bús Seðlabanka Banda­ríkj­anna, en einn aðalráðgjafi Obama hef­ur staðfest valið á Geit­hner. Verð hluta­bréfa á Wall Street tóku kipp upp á við fyr­ir lok­un markaða á föstu­dag eft­ir að nafn Geit­hners hafði verið nefnt í þessu sam­bandi.

Einnig er bú­ist við að Obama til­kynni um val á Lawrence Sum­mers, sem var fjár­málaráðherra í tíð Bill Cl­int­on, í embætti aðal­fjár­málaráðgjafa.

Einnig er beðið eft­ir til­kynn­ingu um val á Hillary Cl­int­on í embætti ut­an­rík­is­ráðherra en talið er að það verði síðar í vik­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert