Óveður í Svíþjóð

Aðeins ein flug­braut er opin á Arlanda flug­velli í Stokk­hólmi vegna snjó­byls, hætt hef­ur verið við fjölda fluga og mörg­um frestað. Bú­ist er við að ástandið vari fram yfir há­degi en farþegar eru þó hvatt­ir til að mæta út á flug­völl.

Ferj­ur frá Stokk­hólmi til Finn­lands og Eystra­salts­ríkj­anna hafa einnig orðið fyr­ir seink­un­um vegna veðurs­ins en bú­ist er við að veðrinu sloti ekki fyrr en á morg­un.

Óveðrið hef­ur gengið yfir aust­ur­strönd Svíþjóðar um helg­ina og gef­in hef­ur verið út ann­ars stigs aðvör­un sem þýðir að al­menn­ing­ur er í hættu, hætta er á að skemmd­um og trufl­un­um á sam­göng­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert