Stundið meira kynlíf

Tvöfalda þarf nándina í hjónabandinu.
Tvöfalda þarf nándina í hjónabandinu. Morgunblaðið/ Kristinn

Banda­ríski pre­dik­ar­inn Ed Young hvet­ur gift pör í söfnuði sín­um til að stunda meira kyn­líf. Young, sem er rit­höf­und­ur og þátta­stjórn­andi í sjón­varpi, auk þess að vera and­leg­ur leiðtogi Fellows­hip kirkj­unn­ar, hvatti gift pör til að bæta sam­band sitt með því að stunda kyn­líf á hverj­um degi í viku.

Stórt hjóna­rúm var sviðsmynd­in sem Young valdi fyr­ir ákall sitt og bibl­í­an var einn fylgi­hlut­anna, enda vildi hann leggja áherslu á að það væri kom­inn tími til að kirkj­an hleypti Guði aft­ur í hjóna­sæng­ina.

„Í dag byrj­um við þessa kyn­raun, sjö dag­ar af kyn­lífi,“ hef­ur Her­ald Tri­bu­ne eft­ir Young. Þetta var á sunnu­dag­inn fyr­ir viku. Í síðustu pre­dik­un Young, sl. sunnu­dag, sagði eig­in­kona hans Lisa Yong að eft­ir viku af kyn­lífi hvern dag „þá væru sum okk­ar bros­andi“. Fyr­ir aðra sem séu tak­ast á við fram­hjá­hald, kyn­lífs­fíkn eða ann­ars kon­ar sárs­auka, „þá hef­ur ein­hver sárs­auki gert var við sig, en von­andi ein­hver gleði líka.“

Young hvatti gifta meðlimi safnaðar­ins til að halda upp­tekn­um hætti. „Við þurf­um að tvö­falda nánd­ina í hjóna­band­inu. Og þegar ég tala um nánd þá er ég ekki að tala um að hald­ast í hend­ur, eða gott baknudd,“ sagði pre­dik­ar­inn.

Hinir ein­hleypu fá hins veg­ar ekki sömu hvatn­ingu. „Prufið að borða súkkulaðiköku,“ var ráðlegg­ing Young til þeirra ógiftu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert