Stundið meira kynlíf

Tvöfalda þarf nándina í hjónabandinu.
Tvöfalda þarf nándina í hjónabandinu. Morgunblaðið/ Kristinn

Bandaríski predikarinn Ed Young hvetur gift pör í söfnuði sínum til að stunda meira kynlíf. Young, sem er rithöfundur og þáttastjórnandi í sjónvarpi, auk þess að vera andlegur leiðtogi Fellowship kirkjunnar, hvatti gift pör til að bæta samband sitt með því að stunda kynlíf á hverjum degi í viku.

Stórt hjónarúm var sviðsmyndin sem Young valdi fyrir ákall sitt og biblían var einn fylgihlutanna, enda vildi hann leggja áherslu á að það væri kominn tími til að kirkjan hleypti Guði aftur í hjónasængina.

„Í dag byrjum við þessa kynraun, sjö dagar af kynlífi,“ hefur Herald Tribune eftir Young. Þetta var á sunnudaginn fyrir viku. Í síðustu predikun Young, sl. sunnudag, sagði eiginkona hans Lisa Yong að eftir viku af kynlífi hvern dag „þá væru sum okkar brosandi“. Fyrir aðra sem séu takast á við framhjáhald, kynlífsfíkn eða annars konar sársauka, „þá hefur einhver sársauki gert var við sig, en vonandi einhver gleði líka.“

Young hvatti gifta meðlimi safnaðarins til að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að tvöfalda nándina í hjónabandinu. Og þegar ég tala um nánd þá er ég ekki að tala um að haldast í hendur, eða gott baknudd,“ sagði predikarinn.

Hinir einhleypu fá hins vegar ekki sömu hvatningu. „Prufið að borða súkkulaðiköku,“ var ráðlegging Young til þeirra ógiftu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka