Tala látinna hækkar í Brasilíu

AP

Að minnsta kosti 45 hafa látist í flóðum í Santa Catarina fylki í suðurhluta Brasilíu. Yfir 22 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna flóðanna. Gasleiðslur frá Bólivíu hafa rofnað og ríkir neyðarástand í fylkinu.

Luiz Inacio Lula da Silva, ríkisstjóri í Santa Catarina segir að 14 manns að minnsta kosti sé saknað og tala látinna eigi trúlega eftir að hækka.

Úrhellisrigning hefur verið í Santa Catarina fylki að undanförnu og eru margir bæir að mestu leyti komnir undir vatn. Vatnshæð er sums staðar allt að níu metrum meiri en venjulega. Aurskriður hafa fallið á íbúðarhús og veg. Ekkert vegasamband er við fjóra bæi vegna flóðanna. Veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi rigningu.

Ríkisstjóri í Santa Catarina hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. Aðstoð og hjálpargögn hafa borist frá nágrannafylkjum Santa Catarina.

Mikil flóð hafa einnig ógnað íbúum í Cauca héraði í Kólumbíu. El Salado áin hefur flætt yfir bakka sína og hafa að minnsta kosti sex farist. nokkurra er saknað.

AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert