Kveðinn verður upp dómur í máli bresks karlamanns í dag sem játað hefur að beita tvær dætur sínar kynferðislegu ofbeldi um árabil og barna þær nítján sinnum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Mun yngri dóttirin tólf sinnum hafa orðið barnshafandi en eldri dóttirin sjö sinnum. Tvö barnanna sem þær fæddu létust skömmu eftir fæðingu, eitt þeirra er nú alvarlega veikt og talið dauðvona og tvö eru alvarlega fötluð.
Maðurinn, sem er 56 ára, hefur verið kallaður hinn breski Joseph Fritzl í fjölmiðlum. Hann mun hafa nauðgað stúlkunum reglulega frá árinu 1980 er sú yngri var tólf ára.