Heimshöfin eru að verða súrari mun hraðar en ráð var fyrir gert í líkönum um loftslagsbreytingar, að því er teymi vísindamanna heldur fram. Þróunin er talin ógn við ýmis skeldýr.
Þannig benda vatnssýni sem tekin voru umhverfis eyju í austanverðu Kyrrahafinu á síðustu átta árum til að sjórinn hefði súrnað 20 sinnum hraðar en vísindamenn ráðgerðu, að því er fram kemur í breska dagblaðinu The Guardian.
Þróunin er talin munu kunna að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir skeldýr þar sem súrari sjór leysir upp kalsín, efnið sem þau nota til að byggja upp skeljar sínar.
Heimshöfin binda um þriðjunginn af koldíoxíðinu sem losnar út í andrúmsloftið af mannavöldum. Við þá bindingu verða höfin súrari, enda náttúrulegu sýrustigi þeirra raskað.
Timothy Wootton, líffræðingur við Chicago-háskóla, fór fyrir rannsóknarhópnum, sem mældi sýrustigið við Tatoosh-eyjar.