Nauðgaði dætrum sínum um árabil

Dóm­stóll í Sheffield í Bretlandi hef­ur dæmt mann á sex­tugs­aldri í marg­falt lífstíðarfang­elsi fyr­ir ít­rekað kyn­ferðisof­beldi gegn tveim­ur dætr­um sín­um.

Málið kom upp í júní síðastliðnum. Fyr­ir rétti lýsti fjöl­skylda manns­ins  því hvernig hann hélt konu sinni og börn­um í helj­ar­greip­um svo árum skipti. Lýs­ing­ar af of­beldi föður­ins gegn fjöl­skyldumeðlim­um eru óhugn­an­leg­ar, svo ekki sé meira sagt.

Of­beldið hófst þegar stúlk­urn­ar voru átta ára og urðu þær barns­haf­andi nítj­án sinn­um eft­ir föður sinn. Tíu sinn­um misstu stúlk­urn­ar fóst­ur eða fóru í fóst­ur­eyðingu en níu börn fædd­ust. Tvö þeirra lét­ust skömmu eft­ir fæðingu.

Maður­inn flutti ört milli þorpa og komst þannig hjá af­skipt­um yf­ir­valda svo árum skipt­ir.

Maður­inn játaði á sig 25 nauðgan­ir og nokk­ur til­felli ann­ars kon­ar of­beld­is.

Alan Goldsack, dóm­ari sagðist hafa 40 ára reynslu í meðferð saka­mála en hann hefði aldrei á þeim tíma kom­ist í kynni við ann­an eins hrotta­skap. Goldsack dæmdi mann­inn í lífstíðarfang­elsi fyr­ir hverja hinna 25 nauðgana sem maður­inn játaði á sig.

Faðir­inn neitaði að vera viðstadd­ur dóms­upp­kvaðning­una.

Stúlk­urn­ar sögðu eft­ir að dóm­ur hafði verið kveðinn upp að nú væri það eitt ör­uggt að hann gæti ekki snert þær fram­ar. „Þján­ing­arn­ar sem hann olli munu fylgja okk­ur í lang­an tíma en nú verðum við að ein­beita okk­ur að því að reisa líf okk­ar úr rúst­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert