Obama að temja Clinton?

Barack Obama og Hillary Clinton
Barack Obama og Hillary Clinton Reuters

Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér hvað vaki fyrir Barack Obama, nýkjörnum næsta forseta Bandaríkjanna, með því að velja sér fyrrum keppinauta sína sem samstarfsmenn. Velta menn þá helst vöngum yfir Hillary Clinton, sem barðist við hann um að verða forsetaefni demókrata, en Obama er sagður ætla að tilkynna innan skamms að hún verði utanríkisráðherra stjórnar hans. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

David Frum, fyrrum ræðusnillingur George W. Bush fráfarandi forset, segir að á sama tíma og Obama virðist út á við vera að rétt fram sáttahönd sé hann í raun að undirstrika sterka stöðu sína gagnvart Clinton enda verði hún sem ráðherra í raun starfsmaður hans í stað þess að vera sjálfstæður þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings.

„Hann fær hana inn í ríkisstjórn sína til að geta stjórnað henni,” segir hann. „Þetta er snilldarleg herstjórnarkænska.” Þá segist hann telja að Clinotn hafi varla getað neitað tilboði hans þar sem fréttum af því hafi verið lekið í fjölmiðla og það hefði komið illa út fyrir hana hefði hún neitað.Frum segir í einnig í viðtali við CNN að Condoleezza Rice, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið fremur valdalítil og látið lítið að sér kveða en að ómögulegt sé að segja fyrir um það hversu valdamikil Clinton verði eða hvort henni verði haldið niðri að Obama, varaforseta hans eða þjóðaröryggisráðgjafa.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert