Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að eyða rauða litnum og óþarfa eyðslu úr ríkisbókhaldinu. Hann lofaði þó einnig að gera það sem þurfa muni til að endurlífga efnahagslífið.
Obama viðurkenndi að áætlun sín um að veita milljörðum dollara út í atvinnulífið vissulega munu hækka fjármálahallann, en ítrekaði að langtíma hagnaður yrði af fjárfestingum í innviðum bandarísks samfélags og heilbrigðisþjónustunni.
Peter Orszag, sem nú stjórnar fjárlagaskrifstofu þingsins, hefur verið ráðinn sem yfirmaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins. Sagði Obama hann munu„ tryggja að engin skuldahít yrði skilin eftir fyrir komandi kynslóðir. Orszag „þarf ekkert kort til að vita hvar líkin er að finna í ríkisfjárlögunum,“ hefur AFP-fréttastofan eftir forsetanum tilvonandi.
Obama, sem tekur við embætti 20. janúar nk. ítrekaði þó að hann væri ekki að fara inn á yfirráðasvæði núverandi forseta George W. Bush. Efnahagsaðstæður væru hins vegar slíkar að hann yrði að strax að hafa skýra stefnu fyrir komandi ár.
„Við munum fara í gegnum ríkisfjárlögin blaðsíðu fyrir blaðsíðu - línu fyrir línu og útiloka allt það sem við þurfum ekki og krefjast þess að allt það sem við þurfum að halda úti sé gert á skynsamlegan og hagkvæman máta.“