Obama velur efnahagsráðgjafa

Barack Obama kynnti á blaðamannafundi í gær hópinn sem mun stýra efnahagsaðgerðum komandi ríkisstjórnar hans og fara fyrir ákvarðanatökum vegna fjárhagsvanda þjóðarinnar.

Lawrence Summers, fyrrverandi fjármálráðherra í stjórn Bill Clintons mun fara fyrir efnahagsráðinu og Timothy Geithner, forseti New York-útibús bandaríska Seðlabankans mun verða næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. 

Á fundinum sagði Obama jafnframt að hann myndi setja margra milljarða björgunarpakka, ætlaðan til að blása lífi í efnahagslífið, strax gang eftir embættistöku sína. „Við ætlum að gera það sem þarf til hrista upp í efnahagslífinu á ný,“ sagði Obama.

Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hafa tekið kipp upp á við eftir að ljóst varð um val Obama. Þó þykir allt benda til þess að fjármálakreppan í Bandaríkjunum muni versna enn þar til út kútnum réttist á ný.

Í dag er búist við frekari tilkynningum um efnahagsaðgerðir frá Obama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert