Íslendingur ósáttur við framgang mótmælenda

Þúsundir mótmælenda á Bangkok flugvelli
Þúsundir mótmælenda á Bangkok flugvelli SUKREE SUKPLANG

Flugfarþegar á Bangkok-flugvelli eru örvæntingarfullir þar sem þúsundir þeirra eru þar fastir vegna mótmæla við ríkisstjórn landsins. Byrjað er að rýma flugstöðina. „Okkur er haldið hér í gíslingu,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Holbergi Mássyni, Íslendingi sem staddur var á flugvellinum í morgun. „Ekki halda okkur hér, við virðum pólitískan vilja ykkar en okkur er haldið hér gegn okkar eigin vilja,“ sagði Holberg við mótmælendurna.  

Farþegarnir kvörtuðu yfir því að flugvallarstarfsmenn hefðu hlaupist á brott þegar mótmælendur streymdu að og að illa hefði verið staðið að málum gagnvart flugfarþegum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert