Lýsa sig ábyrga fyrir árásunum

Hópurinn Deccan Mujahedeen hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum.
Hópurinn Deccan Mujahedeen hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Reuters

Hópur sem kallar sig  Deccan Mujahedeen hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum í Bombay sem urðu hátt að 80 manns að bana og særðu 200.  Sendi hópurinn tölvupóst til fjölda fjölmiðla þar sem hann lýsti ábyrgðinni á hendur sér.

Að sögn yfirvalda í Maharashtra héraði var tala látinna komin upp í 78 og höfðu sex indverskar hersveitir verið sendar til suðurhluta borgarinnar vegna árásanna. Einn hinna látnu var yfirmaður sveitar sem tekur á hryðjuverkum í borginni. Mikið álag var á sjúkrahúsum í borginni. „Ringulreiðin er mikil hér á meðan það er verið að koma með fólkið inn. Við erum með sjö látna,“ sagði talsmaður A J.J. sjúkrahússins

Eldloga og mikinn reyk lagði þá frá Taj Mahal hótelinu í kjölfar átaka milli lögreglu og byssumanna sem halda erlendum hótelgestum þar í gíslingu.

Hefur Evrópusambandi nú bæst í hóp þeirra sem fordæmt hafa árásirnar, en áður höfðu Bandaríkjamenn og Bretar fordæmt þær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert