Náðar síðasta kalkúnann

Kalkúnin Pumpkin var náðaður af Bandaríkjaforseta.
Kalkúnin Pumpkin var náðaður af Bandaríkjaforseta. Reuters

Það var með nokkrum söknuði sem George W. Bush Bandaríkjaforseti náðaði síðasta kalkúnann á forsetatíð sinni. Fuglinn mun í framhaldinu vera sendur með flugi til Disneylands í Kaliforníu í stað þess að lenda á matarborðinu.  

Kalkúninn sem nefnist Pumpkin var náðaður með hæfilegum virðuleika. Varaskeifa hans Pekan var sömuleiðis líka náðuð.  „Á undanförnum vikum hefur mér verið tíðrætt um endasprett. Ég hef engu að síður fullvissað þessa kalkúna að þeir séu hvergi nærri lokalínunni,“ sagði Bush. Hefst þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert