Rússar grípa til varasjóðsins

Lækkun olíuverðs hefur áhrif á fjárlög Rússlands.
Lækkun olíuverðs hefur áhrif á fjárlög Rússlands. AP

Stjórnvöld í Rússlandi munu taka þúsund milljarða rúblna, eða um 36,5 milljarða dollara úr varasjóði sínum til að jafna út fjárlögin í kjölfar lækkandi olíuverðs, sagði fjármálaráðherra landsins í dag.  

„Það er alveg klárt að við munum eyða meira en þúsund milljörðum rúblna úr varasjóðinum á næsta ári,“ sagði " fjármálaráðherrann Alexí Kúdrin við þingið.

Féð á að nota til að fjármagna skattalækkanir sem forsætisráðherrann Vladimír Pútín hefur tilkynnt að verði gripið til í því skyni að verja fjárhag landsins fyrir verstu áhrifum efnahagskreppunnar.

Í varasjóðinum, sem stofnaður var fyrr á þessu ári, eru 3.500 milljarðar rúblna. 

Segir Kúdrin, fjárlög rússneska ríkisins ekki ná jafnvægi nema að verðið á olíu fari aftur upp í 70 dollara á tunnu, en Rússland er annað stærsta olíuríki heims. Þá er einnig búist við að dragi úr hagvexti í landinu í kjölfar efnahagskreppunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert