9 handteknir vegna hryðjuverka

Lögregla í indversku borginni Mumbai (Bombay) segir að 9 grunaðir hryðjuverkamenn hafi verið handteknir og fjórir handteknir eftir skotárásir, sem gerðar voru víðsvegar um borgina í dag. Að minnsta kosti 80 manns létu lífið og yfir 900 særðust að sögn lögreglu.

Óþekktur hópur íslamista, sem nefnir sig  Deccan Mujahideen, hefur lýst ábyrgð á hendur sér á árásunum.  Vopnaðir menn réðust einnig inn í tvö lúxushótel í borginni: Taj Mahal og Trident, og tóku þar gísla. Sérsveitarmenn réðust inn í Taj Mahal hótelið í kvöld og virðist hafa tekist að leysa gísla úr haldi. Skömmu síðar gaus upp eldur á efri hæðum hótelsins. Ekki er ljóst hvað olli en slökkvilið barðist við eldinn og gestum var bjargað út um glugga á hótelinu.

Lögregla segist hafa skotið tvo menn til bana en talið er að tveir vopnaðir menn séu enn í hótelinu. Þá er enn umsátursástand við Trident hótelið þar sem talið er að tveir vopnaðir menn hafi búið um sig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert