Stjórnarandstæðingarnir sem tóku yfir alþjóðlega flugvöllinn í Bangkok í Taílandi í fyrradag lokuðu öðrum flugvelli í dag og hafa þannig náð að einangra höfuðborgina frá flugsamgöngum. Ríkisstjórnin og stjórnarandstæðingar hafa slegið hendi á móti kröfum hersins um að átökin verði lægð.
Stuðningsmenn Þjóðarsamtaka fyrir lýðræði (PAD) þyrptust að Don Mueang flugvellinum seint í gær í því skyni að hindra þingmenn í að fljúa til Chiang Mai í norðurhluta landsins þar sem þeir áttu fund með forsætisráðherranum Somchai Wongsawat. Þúsundir mótmælenda hafast enn við á aðalflugvelli Bangkok. Báðir flugvellir borgarinnar eru því lokaðir.
Somchai neitaði í gær að verða við þrýstingi frá yfirmanni hersins um að leysa upp þingið og kalla til kosninga.