Engir gíslar á Taj Mahal

00:00
00:00

Ind­verska lög­regl­an vinn­ur nú að því að tæma annað tveggja lúx­us­hót­el­anna sem ráðist var á af vopnuðum hryðju­verka­mönn­um og að sögn lög­reglu­stjóra er enga gísla að finna á Taj Mahal hót­el­inu.

Lög­reglu- og her­sveit­ir væru nú á ferð um Taj Mahal hót­elið og færu inn í öll her­bergi þess. „Nokkr­ir fund­ust látn­ir í her­bergj­un­um og þeir verða born­ir út af hót­el­inu. Það er eng­inn í gísl­ingu hér,“ sagði lög­reglu­stjór­inn A.N. Roy. Lík hafa fund­ist í hót­el­inu en lögegl­an seg­ist ekki geta nefnt fjölda. 

Roy sagði þó lík­legt að ein­hverja gísla væri að finna í Oberoi-Tri­dent hót­el­inu sem einnig var ráðist á í gær.

Her­ská­ir íslam­ist­ar réðust til inn­göngu í hót­elið og annað lúx­us­hót­el, Oberoi-Tri­dent, í gær­kvöldi. Lög­regla og ör­ygg­is­sveit­ir hafa setið um hót­el­in í nótt en talið var að 10-15 vopnaðir menn héldu 100-200 mönn­um í gísl­ingu á hót­el­un­um.

Eld­ur kviknaði í Taj Mahal hót­el­inu í gær­kvöldi eft­ir að ör­ygg­is­veit­ir réðust til inn­göngu í hluta þess.  Spreng­ing­ar og skot­hríð heyrðust þar í gær­kvöldi og nótt. 

Ferðamanni bjargar af Taj Mahal hótelinu
Ferðamanni bjarg­ar af Taj Mahal hót­el­inu STR­IN­GER/​INDIA
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert